Lokahóf knattspyrnudeildar 2025

Frá vinstri: Emil Ásmundsson, Signý Lára Bjarnadóttir, Theodór Ingi Óskarsson & Sara Rún Antonsdóttir
Lokahóf knattspyrnudeildar Fylkis fór fram við hátíðlega athöfn laugardaginn 27. september. Þar var tímabili meistaraflokka karla og kvenna gert upp og leikmönnum veitt viðurkenning fyrir framúrskarandi frammistöðu á nýafstöðnu tímabili. Að auki voru veitt sérstök heiðursverðlaun fyrir leikjafjölda og efnilegustu leikmenn ársins voru útnefndir.
Það eru leikmenn sjálfir sem kjósa besta og efnilegasta leikmann ársins.
Verðlaunahafar ársins 2025
-
Besti leikmaður meistaraflokks karla: Emil Ásmundsson
-
Besti leikmaður meistaraflokks kvenna: Signý Lára Bjarnadóttir
-
Efnilegasti leikmaður meistaraflokks karla: Theodór Ingi Óskarsson (19 ára)
-
Efnilegasti leikmaður meistaraflokks kvenna: Sara Rún Antonsdóttir (18 ára)
Við óskum þeim innilega til hamingju með frábært tímabil.
Heiðursverðlaun fyrir leikjafjölda
Á hátíðinni voru einnig veitt verðlaun fyrir leikjafjölda, sem eru merki um mikinn trúnað, þrautseigju og tengsl við félagið.
Leikmenn sem hafa spilað með öllum yngri flokkum Fylkis og spiluðu sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk á árinu:
- Anna Sóley Garðarsdóttir
- Eyjólfur Andri Sverrisson
- Guðmundur Ernir Brynjarsson
- Hildigunnur Einarsdóttir
- Ívar Hrafn Atlason
- Jóel Baldursson
- Karen Dís Vigfúsdóttir
- Nói Hrafn Ólafsson
- Magnús Daði Ottesen
- Olivier Napiórkowski
- Rebekka Myrra Ólafsdóttir
- Sigríður Karitas Skaftadóttir
50 leikir fyrir Fylki
-
Elísa Björk Hjaltadóttir
- Guðmundur Tyrfingsson
-
Theodór Ingi Óskarsson
-
Þóroddur Víkingsson
100 leikir fyrir Fylki
-
Arnór Breki Ásþórsson
-
Benedikt Daríus Garðarsson
-
Marija Radojicic
150 leikir fyrir Fylki
-
Birkir Eyþórsson
-
Ólafur Kristófer Helgason
Við óskum öllum þessum leikmönnum innilega til hamingju með þennan merka áfanga og þökkum þeim fyrir þeirra mikilvæga framlag til Fylkis.