Skráning í fimleika haustið 2025
ATH : SKRÁÐ SKAL Á BIÐLISTA TIL AÐ SKRÁ Í FORSKRÁNINGU
Forskráning fyrir stúlkur í framhalds- og undirbúningshópum og stúlkur sem voru að ljúka við önn í grunnhópum og drengi sem voru í framhaldshóp.
(Ath. Iðkendur fæddir 2020 fara aftur í grunnhóp.)
Þegar forskráningu lýkur 26. ágúst verður raðað í hópa og sent út í hvaða framhaldshóp iðkandinn fer í. Ekki seinna en 28. ágúst og æfingar hefjast 1. september samkvæmt stundatöflu.
Ef ósk er um að iðkendur fari saman í hóp þá vinsamlegast senda beiðni á fimleikar@fylkir.is.
Ath. Ekki er forskráning í fyrir keppnishópa K hópa, Parkour eða Hópfimleika.
Ef spurningar vakna ekki hika við að hafa samband við skrifstofu fimleikar@fylkir.is
Ef æfingagjöldum er dreift á greiðslukort þá bætist við 2% kostnaður.
Forráðamenn viðurkenna með greiðslu æfingagjalda að Fylki sé veittur réttur til nýtingar á myndböndum eða myndum af iðkanda/barni sem gætu verið persónugreinanlegar. Sem dæmi, en ekki tæmandi talið, í yfirlitsmyndum eða myndböndum yfir írþóttavöll, efni sem tekið er upp á æfingatímum á meðan æfingum eða leikjum stendur, beinar útsendingar á vegum félagsins eða annarra félaga.
Forráðamenn gera sér grein fyrir því að yfirlitsmyndir og myndbönd úr leikjum geta verið notuð í auglýsingaskyni og birst á miðlum Fylkis eða annars félags. Fylkir mun þó ávallt leita samþykkis iðkanda eða forráðamanna ef um er að ræða nærmyndir eða annað persónulegra/-greinanlegra auglýsingaefni.