,

Íþróttafélagið Fylkir fagnar 58 ára afmæli!

Miðvikudaginn 28. maí fagnar Fylkir 58 ára afmæli og býður af því tilefni félagsfólki og gestum í Opið hús í báðum félagsheimilum sínum, Fylkishöllinni og Fylkisseli frá kl. 16:00–18:00.

Boðið verður upp á afmælisköku, kaffi og ís. Fulltrúar félagsins verða á staðnum til að fara yfir sögu Fylkis, svara spurningum um starfið og spjalla um framtíðina.

Við hvetjum alla til að líta við, kynna sér öflugt starf á Fylkissvæðunum og njóta notalegrar stemningar í góðum félagsskap.

Hlökkum til að sjá ykkur!