Frá stjórn Knattspyrnudeildar Fylkis vegna félagaskipta Stefáns Gísla Stefánssonar
Knattspyrnudeild Fylkis (Fylkir) hefur selt Stefán Gísla Stefánsson til Knattspyrnudeildar Vals.
Fylkir metur Stefán Gísla afar mikils og telur hann vera í hópi efnilegustu leikmanna Fylkis á þessum tímapunkti. Fylkir hefur staðið í samningaviðræðum vegna Stefáns Gísla undanfarna sex mánuði sem því miður skiluðu ekki þeirri niðurstöðu sem Fylkir hefur stefnt að, sem var nýr langtímasamningur við leikmanninn.
Fylkir er með skýra stefnu sem snýr að því að bjóða ungum, uppöldum leikmönnum sem ætlað er stórt hlutverk hjá Fylki langtíma samning áður en síðasta ár samnings rennur upp. Eðli máls samkvæmt geta leikmenn farið frá félaginu án endurgjalds í lok tímabils og jafnvel samið við önnur lið þegar sex mánuðir eru eftir af gildandi samning.
Mat Fylkis er, að í þessu tilfelli, sé hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum þar sem ljóst var að aðilar myndu ekki ná saman um nýjan samning.
Fylkir óskar Stefáni Gísla velfarnaðar í framtíðinni, jafnt utan sem innan vallar.