Söguleg úrslit: Reykjavík sigrar handboltamót Höfuðborgarleikanna í fyrsta skipti !
Tinna María Ómarsdóttir leikmaður 5.flokks kvenna í handbolta hélt út til Finnlands nýlega og tók þar þátt í Höfuðborgarleikunum með liðsfélögum sínum úr Reykjavíkurúrvalinu.
Skemmst er frá því að segja að stelpurnar stóðu sig gríðarlega vel og sigurðu mótið með 7 stig úr 4 leikjum og 40 mörk í plús.
Tinna stóð sig gríðarlega vel og var lykilmaður í frábærum sigri á Stokkhólmi í loka leik mótsins sem endaði með 22-17 sigri.
Til hamingju Tinna og Reykjavík !
#viðerumÁrbær