,

100 ára afmæli KRR-viðurkenningar

Í vikunni hélt KRR upp á 100 ára afmæli ráðsins og voru nokkrir góðir Fylkismenn heiðraðir fyrir sitt framlag til knattspyrnunnar og Fylkis.

Það voru Hörður Guðjónsson, Framkvæmdastjóri Fylkis. Guðmann Hauksson, vallarstjóri með meiru og Björn Ágústsson eða öllu heldur Bjössi í Meba.

Björn Gíslason, formaður Fylkis afhenti í tilefni dagsins Steini Halldórssyni, formanni KRR gjöf.