Sumarnámskeið Fylkis 2023

Fimleika, Parkour og leikjafjör

FIMLEIKA, PARKOUR OG LEIKJAFJÖR FYLKIS 2023. Fimleikadeild Fylkis verður með Fimleika, pakour og leikjafjör í sumar. Farið verður yfir allar greina deildarinnar.

Námskeiðin eru vikunámskeið fyrir börn 5 – 11 ára. Námskeiðið er byggt upp þannig að börnin læri allskonar leiki bæði inni og úti. Kenndar eru undirstöður fimleika / parkour og ýmissa íþróttagreina.

Farið í göngu-/óvissuferðir þegar veður leyfir.

Námskeiðið er haldið í fimleika- og karatehúsinu í Norðlingaholti, Norðlingabraut 12. Börnin taka með sér morgun- og hádegisnesti, vatnsbrúsa og fatnað eftir veðri.

Pizzuveisla í hádeginu á föstudögum og Ólympíuleikar.

Vikan er á kr. 12.000 og er frá kl. 9:00 – 15:00 (gæsla til kl. 16:00). Húsið opnar kl. 8:30.

Skráningar opnast mánudaginn 8 maí 2023.

  • Námskeið 1:  11 – 16 júní
  • Námskeið 2: 18 – 23 júní
  • Námskeið 3:  25 – 30 júní
  • Námskeið 4:  3 – 7 júlí
  • Námskeið 5: 9 – 14 júlí
  • Námskeið 6: 8 – 11 ágúst 
  • Námskeið 7: 13 – 18 ágúst

Körfuboltanámskeið

Körfuboltanámskeið Fylkis verður haldið í sumar eins og í fyrra. Farið verður í grunninn á körfubolta ásamt því að farið verður í skemmtilega leiki og keppnir.

Námskeiðin eru vikunámskeið fyrir börn 5 – 15 ára. Námskeiðið er byggt upp þannig að börnin læri allskonar leiki og keppnir. Kenndar eru undirstöður körfuboltans.

Námskeiðið er haldið í Fylkishöll, Fylkisvegi 6. Börnin taka með sér nesti, vatnsbrúsa og viðeigandi fatnað.

Vikan er á kr. 10.000 og er frá kl. 9:00 – 12:00 fyrir krakka fædda  2017-2011 og 13:00 – 16:00 fyrir börn 2010 og uppúr.

  • Námskeið 1:  12 – 16 júní
  • Námskeið 3:  26 – 30 júní
  • Námskeið 4:  3 – 7 júlí
  • Námskeið 6: 8 – 11 ágúst 

Knattspyrnuskóli

Námskeiðið er byggt upp þannig að mismunandi þemu og áherslu þættir verða í hverri viku. Yfirþjálfari námskeiðisins er Kristján Gylfi og með honum verða iðkendur úr yngri flokkum félagsins.

Börn þurfa að koma klædd eftir veðri og með nesti. Hámarksfjöldi á hvert námskeið eru 50 iðkendur

Námskeiðið er haldið í Fylkishöll á aðalsvæði félagsins, Fylkisvegi 6.

  • 12 – 16 júní – Boltatækni
  • 19-23 júní – Spyrnutækni
  • 26 – 30 júní – Liðsheild
  • 3 – 7 júlí – Varnarleikur
  • 8 – 11 ágúst* – Sendingar
  • 14 – 18 ágúst – Sóknarleikur