Vorönn 2024

F-2

F-2 er framhaldshópur fyrir iðkendur sem hafa lokið einu ári í grunnhópMarkmið námskeiðsins er að kynna áframhaldandi æfingar, æfa samhæfingu, jafnvægi, liðleika.

Iðkendum er skipt í hópa í byrjun annar. Mikilvægt er að skipta iðkendum í hópa eftir getustigi, til þess að hver og einn iðkandi fái sem bestu mögulega þjálfun og líðan. Erfitt getur reynst fyrir þjálfara að vera með iðkendur á mismunandi reiki.
Ef iðkendur vilja vera saman í hóp þá er eingöngu hægt að færa þann iðkanda sem er lengra kominn niður um hóp.

Kennt er eftir reglum Íslenska fimleikastigans, sjá nánar hér að neðan.

Kennt er 4,5 klst á viku

Nánari upplýsingar

Verðskrá sjá nánar hér
Innifalið í æfingagjöldum er þjónustugjald sem greiðist til Fimleikasambands Íslands. 

Námskeið hefst skv. stundaskrá 8. janúar og lýkur 31. maí

Ath. Hámark 12 iðkendur í hverjum hóp ef þjálfari er einn, 18 iðkendur ef þjálfarar eru tveir og 25 iðkendur ef þjálfarar eru þrír eða fleiri.

Kennsla fer fram í Fylkissel (Norðlingabraut 12, 110 Reykjavík)

* Fimleikadeild Fylkis áskilur sér rétt til að fella niður/sameina hópa ef lágmarksfjöldi (8 iðkendur) næst ekki.

* Birt með fyrirvara um breytingar á æfingatíma.

Íslenski fimleikastiginn

Íslenski fimleikastiginn eru þær æfingar og reglur sem iðkendur fara eftir í keppnum. Fimleikastiginn er gefinn út á fjögurra ára fresti. Hjá stúlkum er fimleikastiginn byggður upp á átta þrepum ætluðum til æfinga og keppni í áhaldafimleikum kvenna. Lægstu þrjú þrepin þ.e. 6. -7. – 8. þrep eru skylduæfingar ætlaðar til kennslu iðkenda sem eru að taka sín fyrstu skref í greininni. Eftirfarandi þrep eru eingöngu ætluð til keppni á innanfélags- og vinamótum. Efstu fimm þrepin, þ.e. 5. – 1. þrep eru ætluð til keppni á mótum FSÍ.
Auk þess er kennt sérstakt Fylkisþrep fyrir yngstu iðkendur Fylkis sem keppt er í á Innanfélagsmótum Fylkis.

Ath. F-2 er lokaður hópur og því ekki hægt að skrá beint í F-2. Greiðsla fer fram í gegnum Sportabler. 

Ef einhverjar spurningar vakna ekki hika við að hafa samband við skrifstofu fimleikar@fylkir.is

Þjálfari kemur síðar