Skilmálar æfingagjalda Fimleikadeildar Fylkis

 • Almennar reglur félagsins
  • Æfingagjöld skulu greidd í upphafi tímabils.
  • Greiðsla æfingagjalda er forsenda fyrir þátttöku á æfingum og mótum sem flokkur eða einstaklingur fer á.
  • Æfingagjöldin standa að mestu leyti undir rekstri fimleikadeildar og er þar langstærsti kostnaðarliðurinn laun þjálfara félagsins.  Þau eru greidd út mánaðarlega, m.ö.o. æfingagjöldin eru lífæð fyrir rekstur deildarinnar

  Skráning, greiðsla, afslættir

  • Æfingagjald er greitt í gegnum félagagjaldakerfið (Nóri) á heimasíðu Fylkis www.fylkir.felog.is.
  • Forráðamenn verða að skrá sig inn með Íslykli eða rafrænum skilríkjum til að getað notað frístundastyrkinn.
  • Allir iðkendur verða að vera skráðir í Nóra.
  • Í skráningarferlinu koma allar nauðsynlegar upplýsingar fram, verð á námskeiði og hvort hægt sé að skipta greiðslum og  þá í hversu margar.
  • Ef forráðamaður getur ekki greitt í félagagjaldakerfinu með greiðsluseðli eða kreditkorti, þá þarf að hafa samband við skrifstofu.
  • Veittur er 10% systkinaafsláttur af öðru barni sem reiknast sjálfkrafa inn.
   Veittur er 50% af 3ja barni og 100% af 4ja. Þennan afslátt þarf að sækja til skrifstofu.
  • Mikilvægt að hafa samband við skrifstofu ef um fjárhagserfiðleika er að ræða og finna úrlausn sem leiðir til áframhaldandi þátttöku iðkandans.
  • Allar breytingar á skráningu kosta 1500 kr fyrir hverja færslu / seðil utan innheimtukostnað og dráttarvexti.

  Sideline

  • Samskipti þjálfara við iðkendur og foreldra fara fram í gegnum Sideline forritið/appið.
  • Þar koma fram upplýsingar um æfingar, leiki/mót og annað sem tengist starfinu.
  • Þegar iðkandi er skráður í Nóra tengist hann sjálfkrafa við Sideline og því mikilvægt að klára skráningu sem fyrst.
  • Vinsamlegast hafið sambandi við skrifstofu Fylkis ef upp koma vandamál.

  Frístundastyrkur

  • Forráðamenn verða að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum/Íslykli til að getað notað frístundastyrkinn.
  • Hægt er að nýta frístundastyrk Reykjavíkurborgar upp í greiðslu á æfingagjöldum.
  • Nota skal frístundastyrkinn þegar gengið er frá æfingagjöldum við upphaf tímabils eða þegar iðkandi byrjar.
  • Ekki er heimilt að endurgreiða það sem greitt hefur verið með frístundastyrk Reykjavíkurborgar.
  • Ekki má flytja frístundastyrk milli systkina.

  Innheimtuferli

  • Öll æfingagjöld sem ekki eru greidd á eindaga fara í innheimtu hjá Mótus, þetta gerist sjálfkrafa í félagagjaldakerfinu
  • Ef um greiðsluvandræði er að ræða bendum við fólki á að hafa samband við Mótus eða skrifstofu Fylkis eins fljótt og hægt er til að finna lausn og nýta sér þær leiðir sem eru í boði.

  Sér skilmálar um æfingagjöld hjá fimleikadeild Fylkis

  • Æfingagjöldin miðast við 4 mánuði haustönn 5 mánuði vorönn og eru ekki endurgreidd ef iðkandi hættir nema vegna veikinda eða meiðsla og þarf að skila læknisvottorði.
  • Þjónustugjald til FSÍ: Vinsamlegast athugið að Fimleikasamband Íslands innheimtir þjónustugjald og leggst sú upphæð við æfingagjöldin hér að ofan. Gjaldið er breytilegt eftir aldri og hversu langt iðkandinn er komin í þrepum eða keppnisflokkum fimleika.
  • Allar skráningar á námskeið eru endanlegar og ekki er hægt að afskrá/afpanta á netinu. Kjósi iðkandi að hætta við námskeið verður úrsögn að berast með tölvupósti á netfang fimleikar@fylkir.is
  • Æfingagjöld eru ekki endurgreidd eftir að námskeið er hafið. Hægt er að sækja um undanþágu frá þessu ef um búferlaflutning og/eða alvarleg veikindi eða meiðsli er að ræða verður úrsögn að berast með tölvupósti á netfang fimleikar@fylkir.is
  • Ef iðkandi mætir á æfingar og forráðamaður gengur ekki frá æfingagjöldum innan þriggja vikna frá upphafi námskeiðs er sendur rafrænn greiðsluseðill fyrir æfingagjöldum. Enda litið svo á að forráðamaður vilji nýta sér þjónustu Fylkis. Ef forráðamaður vill breyta þeim greiðslumáta leggst á aukagjald 1.500 kr.
  • Það er með öllu óheimilt að blanda æfingagjöldum inní aðra starfsemi hjá félaginu.

  Settur er fyrirvari um innsláttarvillur