Vel heppnaður fyrirlestur í Fylkishöll
Fyrirlesturinn var haldin af Birtu Björnsdóttur, meistarnema í stjórnun og stefnumótun,
hún er með BBA viðskiptafræðigráðu í íþróttastjórnun og er hún landsliðskona í blaki til margra ára.
Það sem Birta fór yfir á þessum fyrirlestri var margt og mikið og ansi fróðlegt fyrir þjálfara Fylkis.
Sem dæmi má nefna:
Hvað er kyndbundið ofbeldi, mismunun og fordómar?
Staðreyndir um ofbeldi í íþróttum.
Hver eru æskileg samskipti þjálfara við leikmenn (bæði í persónu og á samfélagsmiðlum).
Hvað þjálfarar geta gert til að vernda sjálfa sig.
Mismunandi áherslur í þjálfun – Sigur vs. andleg heilsa og gleði. Jákvæð þjálfun (positive coaching).
Klefamenning – Hvernig er hægt að fá leikmenn til að ræða tilfinningar sínar og af hverju er það mikilvægt. Eitruð karlmennska í búningsklefanum. Fordómar fyrir samkynhneigðum. Meiðsli.
Hver er kostnaðurinn við kynferðislegt ofbeldi í íþróttum?
Hvernig búum við til umhverfi þar sem þolendur geta sagt frá?
Hvernig hægt er að þekkja einkenni þolenda ofbeldis?
Hvað gerum við ef ofbeldismál kemur upp?
Birta er að vinna að því að skipuleggja ráðstefnu um ofbeldi i íþróttum. Ráðstefnan er samvinnuverkefni hjá ÍBR, ÍSÍ, UMFÍ, Reykjavíkurborg og Mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Ráðstefnan fer fram 30-31 janúar 2019.
Birta er skrifa meistararitgerðina mína í samvinnu við Mennta- og menningarmálaráðuneytinu um aðgerðir stjórnvalda og Mennta- og menningarmálaráðuneytis við #metoo byltingunni, með sérstaka áherslu á íþróttakonur.