Starfslýsing foreldraráða hjá Fylki. 

Hlutverk foreldra/ráða er að mestu það sama, hvort sem um ræðir hjá krökkum í hópaíþrótt eða einstaklingsíþrótt.

  • Foreldraráð er tengiliður milli iðkenda, foreldra, þjálfara og yfirþjálfara. Talsmaður  foreldraráðs er jafnframt tengiliður við yfirmann barna- og unglingasviðs félagsins.
  • Allar deildir innan Fylkis þurfa að hafa foreldraráð fyrir hvern flokk/hóp sem haldið er úti hjá félaginu.
  • Í upphafi hvers starfsárs að hausti, skulu foreldrar skipa a.m.k. þriggja manna foreldraráð í hverjum yngri flokki/hópi félagsins (iðkendur undir 18 ára).
  • Foreldraráð sinnir mikilvægum verkefnum við undirbúining mótahalds, fjáraflanir og önnur verkefni fyrir viðkomandi flokk/hóp.
  • Foreldraráð skal hafa náið samstarf við þjálfara flokksins vegna leikja og keppnisferða.
  • Foreldrar skulu að öllu jöfnu kosta ferðir og uppihald á óopinber mót og skal foreldraráð skipuleggja fjáraflanir til að létta róðurinn við að standa straum af kostnaði.
  • Foreldraráð skal skipuleggja allar styttri ferðir flokka/hópa á Íslandsmót og æfingamót í samvinnu við þjálfara. Reynt verði að koma því við að ferðast á einkabílum á leiki sem eru í 100 km (fram og tilbaka) fjarlægð frá Reykjavík.
  • Foreldraráð skal virkja sem flesta foreldra til starfa fyrir flokkinn/hópinn, því margar hendur vinna létt verk.