Description
Haldin verða tvö námskeið á hverri viku en fyrir hádegi, milli 9:00-12:00 er námskeið fyrir 8-10 ára en eftir hádegi, milli 13:00-16:00 er síðan námskeið fyrir 11-14 ára. Í hverjum hóp eru tíu laus pláss. Námskeiðin fara fram í íþróttahúsi Fylkis í Norðlingaholti, Norðlingabraut 12.
Skráning fer fram í gengum Sportabler
Á námskeiðunum er frjáls leikjaspilun en þátttakendur fá tækifæri að prófa ýmsa leiki eða spila það sem þeim þykir skemmtilegast undir leiðsögn rafíþróttaþjálfara. Lögð er áhersla á hreyfingu og leiki til upphitunar samhliða tölvunum, en einnig verða uppákomur eins og skemmtilegar keppnir eða leikir í tölvunum. Allur búnaðir er á staðnum en þátttakendur mega koma með sínar eigin stýripinna eða aðrar tölvugræjur ef vilji er fyrir því. Einnig þurfa þátttakendur að mæta í góðum fatnað fyrir hreyfingu og með hollt nesti til að næra sig í nestispásunni. Á föstudögum verður boðið upp á pizza veislu og þátttakendur verða útskrifaðir með viðurkenningarskjali.
Vika 1: Ekki kennt
Vika 2: 20-24 júní
Vika 3: 27-1 júlí
Vika 4: 4-8 júlí
Vika 5: 11-15 júlí
Vika 6: Ekki Kennt
Vika 7: 8 – 12 ágúst
Vika 8: 15-19 ágúst