8.Flokkur Karla
8.flokkur æfir 2 sinnum í viku yfir tímabilið sem nær frá skóla byrjun í lok ágúst til næsta skólaárs. Æfingar flokksins fara fram í Árbæjarskóla, Norðlingaskóla eða Fylkisvelli. Sótt eru minni mót og æfingaleikir yfir vetratímann en um sumarið er valið eitt af stærri mótum t.d. Símamótið í Kópavogi fyrir stúlkur og Norðurálsmótið á Akranesi fyrir drengi. Flokkurinn æfir alla 12 mánuði ársins en þó eru gefin frí í kringum vetrarfrí skólanna, jól, páska og síðustu tvær vikurnar í júlí.
Nánari upplýsingar
Skráning fer fram á heimsíðu félagsins og er þar einnig hægt að finna upplýsingar um æfingagjöldin og greiðslufyrirkomulagið.
Mikilvægt er að klára skráningu strax og iðkandi byrjar þar sem öll samskipti þjálfara við iðkendur fara fram í gegnum skráningarkerfið Sportabler.
Vinsamlegast kynnið ykkur upplýsingar um starf félagsins á heimasíðu þess á undirsíðum fótboltans og félagsins en þar má finna gagnlegar upplýsingar eins og stefnur og verklagsreglur.
Hægt er svo að senda fyrirspurn á netfangið fylkir@fylkir.is.
Æfingar hefjast samkvæmt æfingatöflu 4.sept.
Æfingatími
–