8.Flokkur Karla

Leikskólafótbolti: 8.flokkur æfir 2 sinnum í viku yfir tímabilið sem nær frá skóla byrjun í lok ágúst til næsta skólaárs. Ein fótboltaæfing í viku á leikskólatíma í íþróttahúsum nálægt leikskólum og hin æfingin laugardagsmorgnum þar sem flokkurinn æfir saman á hefðbundni æfingu. Sumar æfingar á fylkissvæðinu.

Leiðbeinendur/leikskólakennarar/foreldrar (fer eftir tímasetningu æfinga) koma með krakkana í næsta íþróttahús á fótboltaæfingu og þar tekur þjálfari á vegum Fylkis á móti þeim. Strákar og stelpur æfa saman á leikskóla tíma, kynjaskipt á laugardögum.

Nánari upplýsingar

Skráning fer fram á heimsíðu félagsins og er þar einnig hægt að finna upplýsingar um æfingagjöldin og greiðslufyrirkomulagið.

Mikilvægt er að klára skráningu strax og iðkandi byrjar þar sem öll samskipti þjálfara við iðkendur fara fram í gegnum skráningarkerfið Sportabler.

Vinsamlegast kynnið ykkur upplýsingar um starf félagsins á heimasíðu þess á undirsíðum fótboltans og félagsins en þar má finna gagnlegar upplýsingar eins og stefnur og verklagsreglur.

Hægt er svo að senda fyrirspurn á netfangið fylkir@fylkir.is.

Æfingar hefjast samkvæmt æfingatöflu 6.sept.

Æfingatími

  • Æfing 1
    • Rauðaborg –> æfing í Selásskóla 14:30 fimmtudögum
    • Heiðarborg –> æfing í Fylkishöll 08:15 miðvikudögum
    • Ártúnsskóli leikskóladeild –> æfing í Ártúnsskóla 08:15 á þriðjudögum
    • Rauðhóll –> æfing í Fylkisseli 09:00 (2020) og 09:40 (2021) fimmtudagar.
    • Aðrir leikskólar –> Æfing á miðvikudögum í Árbæjarskóla 16:20-17:00 (eldri) 17:00-17:40 (yngri og stelpur)

    ATH: Æfingar á leikskólatíma er einungis fyrir krakka fædda 2020 og 2021. Yngri krakkar verða að sækja æfingar á miðvikudögum í Árbæjarskóla.

  • Æfing 2

    Laugardagar í Fylkishöll

    09:00-09:40 strákar (2020)

    09:40-10:20 strákar (2021 og yngri)