Vorönn 2025

Parkour stúlkur

ATH. Nú fara allar skráningar í gegnum skrifstofu fimleikar@fylkir.is

Parkour stúlkur er í boði fyrir 2010-2015

Parkour er ört vaxandi alþjóðleg jaðaríþrótt og byggist á tækn­i við að kom­ast frá punkti A til punkts B eins lík­am­lega hratt og hægt er, ásamt því að gera ýmis trix á leiðinni. Til að æfa sig í ýmsum æfingum er gott að æfa parkour inn í fimleikasal til að vera í öruggu umhverfi. Hver og einn iðkandi fer á sínum hraða og gerir það sem hann hefur getu og treystir sér til.

Kennt er 2×1,5 klst í viku.

Nánari upplýsingar

Innifalið í æfingagjöldum er þjónustugjald sem greiðist til Fimleikasambands Íslands. 

Námskeið hefst skv. stundaskrá 06. janúar og lýkur 30. maí

Ath. Hámark 40 iðkendur í hverjum hóp.

Kennsla fer fram í Fylkissel (Norðlingabraut 12, 110 Reykjavík)

* Fimleikadeild Fylkis áskilur sér rétt til að fella niður/sameina hópa ef lágmarksfjöldi (8 iðkendur) næst ekki.

* Birt með fyrirvara um breytingar á æfingatíma.

Skráning og greiðsla fer fram í gegnum Sportabler. 

Ef einhverjar spurningar vakna ekki hika við að hafa samband við skrifstofu fimleikar@fylkir.is

Kristófer Gísli