Saga Fimleikadeildar Fylkis

Það má því með sanni segja að fimleikadeildin lifi nú nýtt vor í starfsemi sinni. Í fjölda ára hafa þrengsli og aðstöðuleysi hamlað vexti deildarinnar og takmarkað möguleika þjálfara og iðkenda. Eftir flutningana í nýtt húsnæði hefur deildin sprungið út, hugsjónir og hugmyndir sem árum saman þurfti að slá á frest hafa fengið að blómstra og iðkendum hefur nú þegar fjölgað um þriðjung. Fimleikadeildin státar einnig af nokkrum af reyndustu þjálfurum landins, nokkrir þeirra hafa full dómararéttindi.