Algengar spurningar
Hvernig skrái ég barnið mitt í fimleika í fyrsta sinn
Ef iðkandi hefur aldrei æft fimleika áður er hægt að skoða Hópar til að fá nánari upplýsingar um námskeið í boði og skráning í námskeið fer fram HÉR
Stúlkur 5-9 ára velja G hópa.
Strákar 5-9 ára velja S hópa.
Einnig bjóðum við upp á almenna hópa sem hægt er að skoða nánar undir „Hópar-Fimleikar fyrir alla“
Hvernig skrái ég barnið mitt sem ætlar að halda áfram í fimleikum
Forskráning fyrir framhaldshópa fer fram 6 – 20. ágúst fyrir haustönn og 6-20. desember fyrir vorönn.
Skráð er í forskráning Stúlkur eða forskráning Strákar og skráning fer fram HÉR
Ef forskráningu er lokið þarf að hafa samband við skrifstofu fimleikar@fylkir.is
Getur barn yngra en 5 ára byrjað í fimleikum
Boðið er upp á Ungbarnafimi fyrir 1-2 ára og Fimleikaskólann fyrir 3-5 ára.
Skráning fer fram HÉR
Þegar iðkandi er á fimmta aldursári er hægt að skrá iðkanda í grunnhóp.
Hvernig get ég leigt fimleikasalinn
Hægt er að senda póst á fimleikar@fylkir.is til að fá upplýsingar um lausa tíma og verð.
Er boðið upp á systkinaafslátt
Ef tvö systkini eða fleiri eru í fimleikum hjá Fylki er veittur afsláttur.
Afsláttur reiknast sjálfkrafa inn á skráningarkerfinu.
Hvernig eru hópaskiptingar í fimleikum hjá Fylki
Iðkendur 5-9 ára byrja í grunnhóp í 1 ár. Síðan er skipt iðkendum upp í hópa.
Hjá stúlkum skiptast hóparnir í framhalds-, undirbúnings- og keppnishópa.
Hjá strákum heita grunn- og framhaldshópar S-hópar.
Afhverju er getuskipt í hópa í fimleikum
Mikilvægt er að skipta iðkendum í hópa eftir getustigi, til þess að hver og einn iðkandi fái sem bestu mögulega þjálfun og líðan.
Erfitt getur reynst fyrir þjálfara að vera með iðkendur á mismunandi reiki.
Reynsla okkar hefur sýnt fram á að ef iðkandi finnur fyrir miklum getumun á sér og öðrum iðkendum í hópnum að það hafi slæm áhrif á líðan iðkanda.
Með þessu fyrirkomulagi gerir þetta þjálfun auðveldari og betri fyrir alla aðila.
Hvernig geta iðkendur verið saman í hóp í fimleikum
Ef iðkendur eru að byrja í fimleikum í fyrsta sinn geta foreldrar valið sama hópinn.
Ef iðkendur í framhaldshópum vilja vera saman í hóp þá er eingöngu hægt að færa þann iðkanda sem er lengra kominn niður um hóp.