SAGA BLAKDEILDAR FYLKIS
Blakdeild Fylkis var formlega stofnuð 16. desember 1993 en blakiðkun í nafni félagsins byrjaði u.þ.b. ári fyrr. Fyrsti formaður deildarinnar og framámaður við stofnun deildarinnar var Halldóra Björnsdóttir. Halldóra bjó í Árbænum 1991 og u.þ.l. tóku nokkrar konur sig saman og fóru að æfa blak. Halldóra segir að áhugi hennar á blaki hafi kviknað vegna blakiðkunar eiginmannsins. Fyrsta árið æfði liðið án þjálfara, en hópurinn fékk þó leiðsögn af og til.
Til að geta tekið þátt í opinberum mótum þarf að tilheyra íþróttafélagi innan ÍSÍ og Jóhannes Óli, þáverandi formaður Fylkis, féllst fúslega á að þær æfðu og kepptu undir merkjum Fylkis. Hér í hverfinu var íþróttasalur Árbæjarskóla eina athvarfið en hann var þéttsetinn. Því þurfti að leita út fyrir hverfið og meðal annars voru blakæfingar í íþróttahúsi Breiðagerðisskóla, Melaskóla og Vörðuskóla.
Metnaðurinn jókst og þörfin fyrir alvöru þjálfun varð skýrari þegar fyrir lá að mikill áhugi og vilji stóð til þess að taka þátt í blakmótum. Fyrsta árið sem æft var og keppt undir merkjum Fylkis naut hópurinn leiðsagnar afburða blakara og þjálfara frá Kína, Fay að nafni, og Joey konu hans, en hún hafði verið í kínverska landsliðinu þegar það varð bæði heims- og Ólympíumeistari nokkrum árum fyrr.
Síðan blakdeildin var stofnuð hefur henni vaxið fiskur um hrygg og í dag keppa lið Fylkis í 1., 2. og 3. deild karla og kvenna á Íslandsmóti BLÍ. Barna- og unglingastarf Fylkis var endurvakið 2022 með góðum árangri og er stefnan sett á frekari uppbyggingu næstu árin.
Það er mikil framtíð í blakinu og blakið er sú boltagrein þar sem átök milli leikmanna snúast um boltann, netið aðskilur liðin og liðsheild, snerpa og boltatækni er það sem skilar árangri. Vel spilaður blakleikur er unun á að horfa fyrir þá sem unna leiknum og nálgast að vera listgrein.
– HS – Byggt á grein eftir GÁs.
Íþróttafélagið Fylkir
Íþróttafélagið Fylkir
Sími 571-5600
blak / fótbolti / handbolti / körfubolti
Fylkisvegi 6, 110 Reykjavík
Blak / Fótbolti / Handbolti / körfubolti
Sími 571-5602
Fimleikar / Karate / Rafíþróttir
Norðlingabraut 12, 110 Reykjavík
Fimleikar / Karate / Parkour
Sími 571-5601