Fylkir var stofnaður 28. maí 1967 og var kallað Knattspyrnufélag Seláss og Árbæjar fyrstu 3 árin. Ég kýs að nota Fylkisnafnið frá byrjun til að forðast misskilning.
Ég man það svo vel þegar ég tæplega 10 ára gamall stóð í langri röð drengja fyrir utan þvottahússdyrnar hjá Magga Óla og beið þess að vera innritaður í félagið. Ég minnist þess ekki að stelpur hafi verið í röðinni en á þessum árum tíðkaðist það lítt að stelpur væru í fótbolta. Þær sem það gerðu voru kallaðar stelpustrákar og áttu sér varla viðreisnar von.
Þetta var hugarfar þess tíma og mæður stelpnanna höfðu áhyggjur af marblettum og of breiðum fótleggjum!
Nokkrar hugrakkar voru þó til og æfðu þær með okkur strákunum en spiluðu ekki með okkur í leikjum. Nú er öldin önnur og augu flestra hafa opnast fyrir þeirri staðeynd að stelpur geta flest það sem strákar geta og sumt jafnvel betur. Í dag taka stúlkur þátt í knattspyrnumótum á vegum Fylkis í öllum yngri flokkum kvenna, og ekki er þess langt að bíða að meistarflokkur kvenna verði endurvakinn.
Líklega tveimur árum eftir stofnun Fylkis hófust æfingar í handbolta á vegum félagsins í litlum sal undir gömlu stúkunni við Laugardalsvöllinn og í Hálogalandi. Alla tíð síðan hefur fyllsta jafnréttis kynjanna verið gætt, en erfiðlega hefur gengið að festa kvennaknattspyrnuna í sessi innan Fylkis. Held ég þó að það hafi stafað af aðstöðuleysi fremur en misrétti.
Stúlkurnar náðu betri árangri í keppni en við strákarnir. T.d er fyrsti titillinn sem Fylkir státar af Reykjavíkurmeistaratitill í 3. flokki kvenna í handknattleik árið 1971. Fyrstu meistarar Fylkis í knattspyrnu voru Haustmótsmeistarar 5. flokks C karla árið 1974.
Íþróttafélagið Fylkir
Íþróttafélagið Fylkir
Sími 571-5600
blak / fótbolti / handbolti / körfubolti
Fylkisvegi 6, 110 Reykjavík
Blak / Fótbolti / Handbolti / körfubolti
Sími 571-5602
Fimleikar / Karate / Rafíþróttir
Norðlingabraut 12, 110 Reykjavík
Fimleikar / Karate / Parkour
Sími 571-5601