Aðalfundur knattspyrnudeildar Fylkis fór fram 26.október þar sem ný stjórn deildarinnar var kjörin ásamt nýjum formanni. Arnar Þór Jónsson er nýr formaður deildarinnar en hann var gjaldkeri í þeirri stjórn sem starfaði á síðasta tímabili. Stefanía Guðjónsdóttir og Ragnar Páll Bjarnason voru kosin í stjórn en þau voru bæði í stjórninni nýliðnu tímabili.

Valur Ragnarson og Haraldur Úlfarsson koma svo nýir inn í stjórnina en Kjartan Daníelsson og Júlíus Örn Ásbjörnsson gáfu ekki kost á sér áfram.  Kjartani og Júlíusi eru þökkuð vel unnin störf fyrir deildina.

Á fundinum var einnig skipað í ráð og nefndir:

Barna og unglingaráð: Ágústa Ósk Einarsdóttir, Elvar Örn Þórisson, Erna Bryndís Einarsdóttir, Ólafur Thorarensen og Sigurlaug Þóra Kristjánsdóttir

Meistaraflokksráð kvenna: Júlíus Ásbjörnsson, Jónína Guðrún Reynisdóttir, Margrét Gunnarsdóttir og Kjartan Daníelsson

Meistaraflokksráð karla: Hrafnkell Helgi Helgason, Andrés Már Jóhannesson, Valur Ingi Johansen, Björn Viðar Ásbjörnsson, Þorsteinn Lár Ragnarsson og Þorvaldur Árnason

Uppstillingarnefnd: Rúnar Geirmundsson, Guðrún Ósk Jakobsdóttir og Halldór Frímannsson

Stjórn Minningarsjóðs Indriða Einarssonar:  Loftur Ólafsson formaður, Þór Hauksson, Steinunn Jónsdóttir, Finnur Kolbeinsson og Kristinn Tómasson