Haustönn 2020

Stelpu FIT

Stelpu FIT er fyrir 12-16 ára (2004-2008) stúlkur. Stelpu FIT er hópur sem er tilvalinn fyrir þær sem hafa æft fimleika og vilja halda sér í fimleikaformi og þær sem vilja styrkja sig og kynnast íþróttinni.
Eingöngu er lagt áherslu á hreyfingu, kynnast fimleikum og fyrst og fremst hafa gaman.

Kennt er 2×1 klst á viku

Nánari upplýsingar

Verð fyrir haustönn er 25.000 kr
Innifalið í æfingagjöldum er þjónustugjald sem greiðist til Fimleikasambands Íslands. 

Námskeið hefst skv. stundaskrá 31. ágúst og lýkur 19. desember.

Ath. Hámark 12 iðkendur í hverjum hóp ef þjálfari er einn, 18 iðkendur ef þjálfarar eru tveir.

Kennsla fer fram í Fylkissel (Norðlingabraut 12, 110 Reykjavík)

* Fimleikadeild Fylkis áskilur sér rétt til að fella niður/sameina hópa ef lágmarksfjöldi (8 iðkendur) næst ekki.

* Birt með fyrirvara um breytingar á æfingatíma

Æfingatími

  • Mánudagur

    kl. 18:30-19:30

  • Miðvikudagur

    kl. 18:00-19:00

Sara Ósk